Nú styttist í stærstu keppni ársins og um næstu helgi munu margir í hlaupahópnum þreyta frumraun sína í 10km eða 21,1km. Æfingaáætlun vikunnar er í léttari kantinum og það er mikilvægt að fólk sé ekki að taka á því á morgun og næstu daga. Þeir sem keppa eiga aðeins að hlaupa stutta vegalengd á keppnishraða og líða vel. Ef félagar eru ekki vissir um hraðann er best að fara inn á McMillan reiknivélina og finna millitímana sem vélin reiknar út. Einnig er gott að nota Cool Running til að finna út millitíma, sjá inn á http://www.coolrunning.com/engine/4/4_1/97.shtml . Gott er að prenta út tímana sem stefnt er á eða setja þá inn í minnið á Garmin klukkunni, t.d. virtual partner.
Við hvetjum þá sem ekki eru að keppa að mæta og hvetja sitt fólk. Við minnum á að félagar verði sér úti um boli og verði merktir hlaupahópnum en það er skemmtilegra að vera öll eins. Þessa vikuna bjóða Afreksvörur upp á útsöluverð á vörum og má sjá upplýsingar inn á heimasíðu verslunarinnar.
Brúarhlaupið fer fram tveimur vikum eftir RM og það ætti að henta mörgum í hópnum að taka þátt þar en brautin býður upp á mjög hraða tíma. Eftir Brúarhlaupið munum við kúpla okkur niður og taka nokkrar vikur rólega og hvíla okkur á sprettum og brekkusprettum. Þeir sem eru orðnir þreyttir eftir langt tímabil geta tekið sér frí í 2-3 vikur en svo er auðvitað hægt að mæta og hlaupa ofurlétt. Þar sem þjálfararnir eru svo æfingasjúkir þá munum við halda alltaf úti æfingum allt árið um kring .
Þjálfarar hafa ákveðið að við höldum okkar hlaupahátíð 17. sept og þegar hafa einhverjir gefið sig fram í skemmtinefnd. Við vonum að sem flestir mæti og fagni góðu hlaupaári. Nánari upplýsingar verða gefnar síðar.
sjáumst á næstu æfingu
komaso