Meira um endurskinsmerki og hálkugorma

Það er ekki úr vegi að hamra dálítið á því hvernig best er fyrir okkur hlaupara að haga okkur í umferðinni. 

Endurskinsmerki
Í myrkri sjást gangandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða. Þessa vegna er notkun endurskinmerkja nauðsynleg. Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa endurskinsmerkin fremst á ermum, á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Þá virka endurskinsmerkin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr og betur sem ökumenn greina gangandi vegfarendur þeim mun meira er öryggi þeirra síðarnefndu í umferðinni.  Það er staðreynd að ökumenn sjá gangandi vegfarendur með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr og því getur notkun endurskinsmerka skilið milli lífs og dauða. (af vef Umferðastofu)

Með umferð eða á móti
Þegar við neyðumst til að hlaupa á götum er oftar en ekki öruggara að hlaupa á móti umferð.  Þá erum við sjálf við stjórnvölinn og getum fylgst með umferðinni og brugðist fljótt við ef við verðum vör við að ökumaðurinn sjái okkur ekki.  Við vitum að það getur verið erfitt fyrir bílstjóra að sjá gangandi vegfarendur og hlaupara – þó svo þeir séu í endurskinsvestum.

Úr einu í annað.

Hálkugormarnir
Félagi Guðni setti síg í samband við Halldór, eiganda Fjallakofans.  Hann býður okkur, félögum í Hlaupahópi FH,  20% afslátt af YaktraxPRO hálkugomunum.  Verslum í heimabyggð 🙂

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.