Í kvöld munu félagar í 3SH kynna þríþrautina. Kynningin fram í félagsaðstöðu Sundfélags Hafnarfjarðar í Ásavallalaug og hefst klukkan 20:00.
Steinn Jóhannsson og Kristín Laufey Steinadóttir munu halda kynningu á þríþraut. Þau munu í kynningu sinni sýna búnað sem notaður er í þríþraut, fjalla um mismunandi keppnir og hvernig sé best að æfa fyrir þríþraut. Áhersla verður lögð á umfjöllun um styttri þrautir sem henta öllum.
Einnig mun Ásdís Kristjánsdóttir segja frá IronMankeppni í Flórída en þar náði hún lágmarki fyrir heimsmeistaramótið í IronMan sem verður haldið á Kona, Hawaii á næsta ári.
Léttar veitingar í boði.