Ný æfingaáætlun er komin á vefinn. Í næstu viku hefst Powerade hlaupaserían og munu eflaust margir í hópnum taka þátt en hlaupin eru alls sex í vetur. Einnig styttist í haustþonið sem fer fram eftir tvær vikur.
Fræðslufundurinn hefur verið settur á þann 20. október en því miður urðum við að fresta honum um viku. Eins og áður hefur komið fram er umræðuefnið næring á æfingum og í hlaupum, mögulegar keppnir erlendis næsta haust fyrir hópinn og hvernig setur maður sér markmið fyrir komandi hlaupaár.
Við þjálfarar vonum að félagar fjölmenni á fundinn.
Einnig geta þeir sem ekki eiga FH-jakka mátað jakka eftir fundinn. Er hugmyndin að panta jakka strax í vikunni eftir fræðslufundinn.
Mjög góð mæting hefur verið á æfingar undanfarið og eru núna rúmlega 100 manns skráðir í hlaupahópinn. Greiðsluseðlar ættu að berast til félaga eftir helgi og eru þeir sem ekki fá seðil vinsamlega beðnir um að láta þjálfara vita. Gjaldið er kr. 12.000- á ári og er tvískipt til sex mánaða.
Vonum við þjálfarar að félagar taki greiðsluseðlunum vel Ef einhverjir eiga eftir að skrá sig í hópinn eru þeir beðnir um að senda kennitölu, nafn og netfang ásteinn.johannsson@gmail.com