Við hvetjum hlaupafélaga til að taka þátt í Flensborgarhlaupinu þriðjudaginn 22. september kl. 17:30.
Boðið er upp á 10 km. og 5 km. hlaup með tímatöku og 3 km. skemmtiskokk án tímatöku. Hlaupið verður ræst frá Flensborgarskólanum, Hringbraut 10 í Hafnarfirði. Hlaupaleiðin er einföld og þægileg, farið fram og til baka í átt að Kaldárseli. Drykkjarstöð er á miðri leið fyrir þá sem hlaupa 10 km. Forskráning er á hlaup.is til kl. 12 á hádegi á hlaupadegi. Ekki er hægt að skrá á staðnum en afhending keppnisgagna er frá kl 16.00 í Flensborgarskólanum.
Þeir sem skrá sig fyrir miðnætti sunnudaginn 20. september
- greiða 500 kr. óháð vegalengd (20 ára og yngri)
- greiða 1.500 kr. fyrir 10 km og 5 km hlaup
- greiða 1000 kr. fyrir skemmtiskokk, 3 km
Skráning frá og með mánudegi 21. september og til kl. 12:00 á hlaupadag:
- 500 kr. óháð vegalengd (20 ára og yngri)
- 2.500 kr. fyrir 10 km og 5 km hlaup
- 1.500 kr. fyrir skemmtiskokk, 3 km
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í kvenna- og karlaflokki, tveir aldursflokkar 17 ára og yngri og 18 ára og eldri. Auk þess er framhaldsskólameistari verðlaunaður í 10 km hlaupi. Fjöldi útdráttarverðlauna. Verðlaunaafhending hefst kl 18.30.
Flensborgarskólinn skipuleggur hlaupið í samstarfi við Skokkhóp Hauka og Hlaupahóp FH. Í ár er hlaupið til styrktar MS félaginu.