Hansasamtökin hlaupa í Lubeck

Okkur langar til að vekja athygli ykkar á árlegu maraþoni í Lubeck sem alþjóðlegu Hansasamtökin standa fyrir en Hafnarfjarðarbær er aðili að þeim samtökum. Alþjóðlegu Hansasamtökin eru samtök 168 bæja og borga í 16 Evrópulöndum með höfuðstöðvar  í Lübeck og þar er einnig stóra alþjóðlega Hansasafnið. Árið 1480 komu til Hafnarfjarðar þýskir kaupmenn, svokallaðir hansakaupmenn, og lögðu þeir undir sig alla verslun og útgerð í bænum í um 120 ár. Núna rúmum 500 árum síðar var ákveðið að þær borgir og bæir í Evrópu, sem eiga sér þessa sameiginlegu sögu að hafa heyrt undir hansakaupmenn á miðöldum, stofnuðu með sér samtök og bjóða m.a. upp á þetta maraþon.

Þetta hlaup er mjög lítið og allar vegalengdir í boði og því gæti verið gaman fyrir hlaupafélaga að fara hingað við tækifæri.

Nánari upplýsingar um samtökin er hægt að finna á www.hanse.org .

Download (PDF, 83KB)

 

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.