Hlaupa vikan

Kæru hlaupafélagar

Nú er gert ráð fyrir að maraþonhópurinn (hópur 1) hjóli, syndi eða hlaupi á mánudögum fram að þriggja landa hlaupinu í október og hvetjum við félaga til að rotta sig saman í því sem þeir ætla að gera þar.

Vikan er síðan aðeins í óhefðbundnari kantinum þar sem Reykjavíkurmaraþonið er handan við hornið en þessi árvissi atburður er með þeim skemmtilegri í hlaupalífinu hér á klakanum. Veðrið verður kannski ekki upp á marga fiska en það skiptir bara engu máli þegar svona skemmtilegir hlaupafélagar eiga í hlut. Við minnum á FH tjaldið fyrir framan MR á laugardaginn og sundlaugarpartýið í Sundhöll Hafnarfjarðar eftir hlaup, milli 12-16. Eru ekki allir örugglega búnir að melda sig í partýið og taka aur úr hraðbankanum?

Þessi vika verður awesome17:8-23:8

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.