ALLIR Á VÖLLINN !!!

7.maí – 7 km

Skokkklúbbur Icelandair býður þig velkomin(n) til leiks í 21. Icelandair hlaupið, fimmtudaginn 7. maí nk. kl. 19:00. Hlaupið fer að venju fram í kringum Reykjavíkurflugvöll. Vegalengdin er 7 km. Aðstandendur hlaupsins hafa sett skemmtilegt kynningarmyndband í loftið sem sem lýsir vel umgjörðinni í kringum þennan rótgróna atburð.

Skráning
Forskráning fer fram á hlaup.is og stendur til kl. 23:59 miðvikudaginn 6. maí, en einnig verður hægt að skrá sig á staðnum á hlaupadegi frá kl 15:00 – 18:30.

Allir sem eru forskráðir geta nálgast keppnisgögn í anddyrinu á Hótel Reykjavík Natura á hlaupadegi, kl. 11:30 – 13:30 og 15:00 – 18:55.

Aldursflokkar

  • 14 ára og yngri
  • 15-18 ára
  • 19-39 ára
  • 40-49 ára
  • 50-59 ára
  • 60-69 ára
  • 70 ára og eldri

Hlaupaleið
Hótel Reykjavík Natura, göngustígur að HR í átt að Nauthólsvík, göngustígur fyrir enda flugbrautar, fyrir dælustöðina í Skerjafirði, Skeljanes, Einarsnes, Þorragata, Njarðargata, Hringbraut, Flugvallarveg að Hótel Reykjavík Natura.

Verðlaun

  • Veglegir farandbikarar fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í hlaupinu.
  • Sérverðlaun veitt fyrir fyrsta sæti í öllum flokkum.

Útdráttarverðlaun
Glæsileg útdráttarverðlaun verða veitt, m.a. ferðavinningar.

Þátttökugjald

  • 1.500 kr. fyrir fullorðna og 800 kr. fyrir 14 ára og yngri í forskráningu.
  • 2.000 kr. fyrir fullorðna og 1.000 kr. fyrir 14 ára og yngri eftir að forskráningu lýkur.

Annað
Tímataka (flögur), markklukka, sjúkragæsla, kílómetramerkingar, brautarvarsla og drykkjarstöð.

Nánari upplýsingar
Upplýsingar veitir Sigurgeir M. Halldórsson (smh@icelandaircargo.is) í síma 50 50 400.

 

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.