Ný hlaupasería Skokkhóps Hamars

Þau hjá Skokkhóp Hamars vilja minna á fyrsta hlaup nýju seríunnar þeirra sem hefst næstkomandi laugardag 18 apríl kl 10:00 í lystigarðinum Hveragerði. Frábært hlaup til að taka á móti vorinu 🙂

Fyrirkomulag

 • Hlaupið byggist á fjórum hlaupum þ.e. þremur eins hlaupum sem eru um 20 km. og að lokum verður hlaupin stysta vegalengdin í Hengilshlaupinu (25 km.)
 • Skráning er á staðnum við hvert 20 km. hlaup
 • Skráning er á staðnum eða á hlaup.is í 25 km. vegalengdinni
 • Hver keppandi fær afhendan miða í upphafi hvers hlaups sem hann fyllir út með nafni o.fl. skilar svo miðanum þegar hann kemur í mark (sama fyrirkomulag og Poweradehlaupið)

Verð

 • 500     krónu þáttökugjald í hvert 20 km. hlaup
 • 6.000     krónur í 25 km. Hengilshlaupið (fjórða og seinasta hlaup seríunnar)
 • 4.500     krónur í 25 km. Hengilshlaupið ef þú hefur tekið þátt í öllum þremur 20 km. hlaupunum

Dagssetning hlaupanna

 1. 18. apríl kl 10:00 (20 km.)
 2. 16. maí kl 10:00 (20 km.)
 3. 17. júní kl 10:00 (20 km.)
 4. 25. júlí Kl 12:00 (25 km.) Hengill-ultra
Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.