Fræðslufundur og æfingar

Við viljum minna félaga á fræðslufundinn sem verður haldinn næstkomandi miðvikudag kl. 20:00 í fyrirlestrarsalnum í íþróttahúsi Setbergsskóla. 
Efni fundarins er eftirfarandi:
Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur heldur fyrirlestur
Markmið og keppnir næsta árs erlendis
Starfið sem er framundan

Mátun verður á liðsjökkum fyrir þá sem vilja panta en verðið á jakka er kr. 12.500- 

Þjálfarar vona að félagar fjölmenni á fundinn sem og æfingar í vikunni.

Um næstu helgi fer fram haustmaraþonið og verður hlaupið í Elliðaárdal og út á Ægissíðu. Tveir félagar munu hlaupa heilt maraþon og nokkur fjöldi hálft maraþon. 
Óskum við þeim góðs gengis í hlaupinu.

komaso
Þjálfarar

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.