Um liðna helgi tóku þátt 5 félagar úr hlaupahóp FH og auðvitað stóðu þeir sig með eindæmum vel. Þetta var merkilegt hlaup þar sem bæði heimsmet karla sem og Íslandsmet karla var bætt og hefur það haft sitt að segja að HHFH var mætt.
Tímarnir voru annars eftirfarandi:
Friðleifur Friðleifsson; 2:46,28 klst.
Ólafía Kvaran: 3:35,06 klst.
Jóhanna Soffía Birgisdóttir, 5:23,07 klst.
Pétur Smári Sigurgeirsson: 3:08,23 klst.
Arnar Sigurðsson: 2:58,40 klst.
Sannarlega frábær árangur hjá öllum og greinilegt að góð ástundun í sumar borgaði sig.
Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn.
Um næstu helgi fer svo annar hópur í víking og mun gera víðreist um Köln og næsta nágrenni og verður það eflaust eftirminnileg ferð.
Enn vantar sjálfboðaliða til að starfa í Flensborgarhlaupinu og eru þeir beðnir um að gefa sig fram sem fyrst við þjálfara.