Æfingar yfir jól og áramót

Æfingar næstu daga verða með aðeins óhefðbundnara sniði en vanalega. Á morgun 23. des verður ekki formleg æfing en hvetjum auðvitað alla til að mæta, knúast og kannski hlaupa aðeins. Annan í jólum eða 26. des. ætlar skokkhópur Hauka að bjóða hlaupafélögum HHFH (og öllum hinum) í sitt árlega Kirkjuhlaup. Hist verður tímanlega við Ástjarnarkirkju og lagt af stað í hlaupið kl. 10:30. Þetta er ekkert keppnis, heldur bara til að njóta. Hlaupinn verður ca. 14 km. hringur og komið við hjá helstu kirkjum og kapellum Hafnarfjarðar.

Hefðbundin æfing verður síðan 27. og 30. des. og gamlárshlaup ÍR verður á sínum stað 31. des. sjá hér.Þann 1. janúar 2015 verður ekki formleg æfing en æfingar byrja aftur skv. dagskrá 3.janúar.

Vefritarar, þjálfarar og stjórn HHFH óska hlaupafélögum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju hlaupaári.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.