Kirkjuhlaup í Hafnarfirði ANNAN í jólum

VIÐ SKOKKUM Í FRIÐI OG SPEKT – ALLIR VELKOMNIR
Kirkjuhlaup í Hafnarfirði ANNAN í jólum.
Skokkhópur Hauka býður öllum í Kirkjuhlaup.
Við hittumst tímanlega við Ástjarnarkirkju en leggjum af stað í hlaupið kl. 10:30.
Í fyrra skokkuðu um 80 ferskir hlauparar með okkur alls staðar að.
Þetta er ekkert keppnis, heldur bara til að njóta. Hlaupinn verður ca 14 km hringur og komið við hjá helstu kirkjum og kapellum Hafnarfjarðar.
1. Ástjarnarkirkja.- Byrjað á stuttri hugvekju frá prestinum.
2. Kapellan í Hafnarfjarðarkirkjugarði.
3. Kaþólska Kirkjan í Hafnarfirð.
4. Klaustrið.
5. Fríkirkjan í Hafnarfirði.
6. Víðistaðakirkja.
7. Garðakirkja.
8. Hafnarfjarðarkirkja.
9. Ástjarnarkirkja – Endum á Kaffi, kakó og með því.

Ef allt er hlaupið er þetta um 14,5km.
Afar auðvelt er að stytta að vild, sérstaklega áður en hlaupið er að Garðakirkju (styttir hlaupið niður í 10km).
ALLIR HLAUPA Á SÍNUM HRAÐA OG NJÓTA.

FRIÐUR – ÁST – UMHYGGJA – HLAUP

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.