Æfingar hafa gengið vel undanfarið og hefur mætingin farið fram úr björtustu vonum. Síðastliðinn þriðjudag mættu 80 manns á æfingu og greinilegt að orðspor hópsins hefur farið víða og er það ánægjulegt fyrir þjálfara og félaga í hópnum. Fjölmargir sýna ótrúlegar framfarir og er virkilega gaman að sjá hversu vel fólk er að mæta á æfingar og taka á því.
Þjálfarar vilja minna alla á að teygja vel á eftir æfingar og vera vel búnir. Góðar teygjur eru nauðsynlegar eftir æfingar. Eru félagar hvattir til að vera vel sýnilegir í skammdeginu sem er framundan – verið í endurskinsvestum eða með endurskinsborða á göllum. Hægt er að kaupa endurskinsvesti hjá Guðrúnu Eyjólfsdóttur, félaga okkar í hópnum, og kosta þau kr. 1850- en hún er einnig með endurskinsbelti sem kosta kr. 712. Guðrún er alltaf með vesti og belti á æfingum og geta félagar mátað hjá henni.
Hlaupajakkar fyrir þá sem pöntuðu verða afhentir næstkomandi fimmtudag. Verð er kr. 12.500- með merkingu. Til að fá jakka afhentan verða félagar að greiða jakkann fyrirfram og má greiða inn á reikning 0327-26-9036 kt. 681189-1229, skýring greiðslu er hlaupajakki / Hlaupahópur FH og afrit millifærslu á að senda í tölvupósti á steinn.johannsson@gmail.com
Afreksvörur í Glæsibæ bjóða næstu vikur 20% afslátt af New Balance skóm og Craft íþróttafatnaði. Félagar þurfa að taka fram fyrir greiðslu að þeir séu í hlaupahóp FH til að fá afsláttinn en listi ætti að liggja hjá Afreksvörum.
Við vonum einnig að félagar taki greiðsluseðlunum vel vegna æfingagjalda.
Sjáumst hress á næstu æfingu – komaso
Þjálfarar