Rauða kross hlaupið

Rauða kross hlaupið verður haldið í fyrsta sinn fimmtudaginn 4. september næstkomandi kl. 17:30 í Elliðaárdalnum.

Boðið er upp á fjórar vegalengdir; 1,5 km og 3 km skemmtiskokk fyrir fjölskylduna og 5 km og 10 km fyrir vana hlaupara. Lengri vegalengdirnar eru með tímatöku og veitt verða verðlaun fyrir 1. sætið í karla- og kvennaflokki. Verðlaunin eru hvorki meira né minna en skyndihjálparnámskeið hjá Rauða kross Íslands, það er því til mikils að vinna.

Hlaupaleiðina fyrir 10 km. má sjá hér

Hér er svo sannarlega hægt að hlaupa til góðs því hlaupið er til styrktar innanlandsstarfi Rauða krossins í Reykjavík.

Skráning í hlaupið fer fram á hlaup.is og þar má einnig finna nánari upplýsingar um hlaupið

Er ekki alveg tilvalið að smella sér í gott hlaup og styrkja gott málefni í leiðinni?

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.