Úrslit í Reykjavíkurmaraþoni

Góð mæting var hjá hlaupafélögunum í RM í gær þar sem mörg persónuleg met voru slegin og óskum við hlaupafélögunum til hamingju með það. Á eftir sló stjórn HHFH upp frábæru sundlaugarpartýi í Sundhöll Hafnarfjarðar og var góð stemming. En toppurinn á gærdeginum var klárlega Hrönn Árnadóttir sem er mætt til landsins og ætlar að mæta með látum á æfingu eftir rétt rúma viku. VELKOMIN HEIM HRÖNN! Það verður gaman að fá þig aftur á æfingar.
Úrslit gærdagsins eru komin á netið og má nálgast hér.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.