æstkomandi laugardag, 20. nóvember, stefna félagar í hlaupahópnum að hlaupa áheitahlaup þar sem hver félagi safnar áheitum fyrir hvern kílómeter sem hann/hún hleypur á æfingu. Ágóði hlaupsins mun renna til Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar.
Vona þjálfarar að félagar taki þessu vel og safni áheitum fyrir góðu málefni.
Smelltu hér til að ná í eyðublað sem nota má til að safna áheitum.
Sextán manns úr hlaupahópnum tóku þátt í Poweradehlaupinu síðastliðinn fimmtudag og stóðu þeir sig með ágætum. Hæst ber árangur Maríu Kristínar sem náði 3ja sæti í kvennaflokki Haraldar Tómasar sem varð nr. 4 í karlaflokki. Margir voru að hlaupa á persónulegu meti á hlaupaleiðinni þrátt fyrri kulda og rok.
Annars var árangurinn eftirfarandi:
Röð Tími Nafn Félag/klúbbur |
4. 37:30 Haraldur Tómas Hallgrímsson Hlaupahópur FH |
13. 38:48 Friðleifur Friðleifsson Hlaupahópur FH |
28. 40:46 María Kristín Gröndal Hlaupahópur FH |
34. 41:26 Björn Traustason Hlaupahópur FH |
73. 44:20 Gunnar Stefánsson Hlaupahópur FH |
77. 44:42 Bóas Jónsson Hlaupahópur FH |
82. 45:04 Hjördís Ýr Ólafsdóttir Hlaupahópur FH |
153. 49:01 Valgeir P Þrí SH/Hlaupahópur FH |
159. 49:20 Jón Sigþór Jónsson Þrí SH/Hlaupahópur FH |
166. 49:32 Helga Halldórsdóttir Hlaupahópur FH |
179. 50:16 Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Hlaupahópur FH |
192. 50:59 Kristín Högnadóttir Hlaupahópur FH |
204. 51:37 Karl Garðarsson Hlaupahópur FH |
241. 53:56 Corinna-Hoffmann Hlaupahópur FH |
273. 56:04 Linda Björk Loftsdóttir Hlaupahópur FH |
302. 58:59 Ingibjörg Sigþórsdóttir Hlaupahópur FH |
Nýliðahópurinn mun hlaupa 5km næstkomandi fimmtudag þar sem við ákváðum að fresta því síðasta laugardag. Stefnum við á að hlaupa vegalengdina á brautinni.
sjáumst á æfingu á þriðjudag,
komaso