Takk fyrir frábært hlaup í gær !

Í gær lauk 2ru af 3ur Actavis-FH hlaupunum í frábæru veðri og við mjög góðar aðstæður. Mjög góð þátttaka var og verulega skemmtileg stemming. Margir voru að bæta tímana sína sem er aldrei leiðinlegt en aðstæður voru mjög góðar. Þökkum öllum þeim sem tóku þátt og hlökkum til að sjá ykkur aftur í 3ja og síðasta hlaupinu sem mun fara fram 27.mars á sama stað og á sama tíma.   Minnum einnig á Miðnæturhlaup Suzuki en ef þátttökugjald er greitt fyrir 1.mars þá er gjaldið hvað ódýrast.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.