Bolakaup og kynning

Það var fámennt en góðmennt í æfingu í dag þegar Brynja Björg og Matthildur kynntu nýtt útlit. Þær tóku þetta alla leið og fór Matthildur meira segja úr að ofan (algjörlega svona had to be there moment). Hlaupafélagar eru hvattir til að fara upp í Altis, Bæjarhrauni 8 til að máta og kaupa boli eða peysur. Munið að láta vita að þið séuð frá hlaupahóp FH. Bolina fáum við á einstaklega góðu verði og að auki fáum við 15% afslátt af öðrum hlaupafatnaði. Þetta tilboð gildir til 1. mars. Eftir 1. mars verður ein merkingu á bol eða peysu í boði hlaupahópsins en að sjálfsögðu er hægt að fá sér fleiri merkingar á eigin kostnað.

Miðvikudaginn 19. febrúar verður kynning og ráðgjöf á Compressport vörum í húsnæði IronViking að Hlíðasmára 2 Kópavogi milli 19:00-21:00. Léttar veitingar verða í boði. Vörur sem tengjast nýju útliti hlaupahópsins verða á sérstöku tilboði eins og þessir sokkar.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.