Í dag var frétt í fjölmiðlum þar sem lögregla áminnir hlaupara fyrir að vera illa merktir í umferðinni.
Sjá nánar inn á vef www.mbl.is
Þjálfarar hvetja alla í hlaupahóp FH til að vera vel merktir endurskini á æfingum og ennfremur að virða umferðareglur.
Þeir sem vilja kaupa endurskinsvesti geta keypt þau hjá Guðrúnu Eyjólfsdóttur, félaga okkar í hópnum, og kosta þau kr. 1850- en hún er einnig með endurskinsbelti sem kosta kr. 712. Guðrún er alltaf með vesti og belti á æfingum og geta félagar mátað hjá henni. Einnig geta félagar keypt Craft endurskinsvesti í Afreksvörum í Glæsibæ of fáum við 20% aflsátt af vestunum.
Í gær náði nýliðahópurinn þeim árangri að hlaupa 5km samfleytt og er það frábær árangur eftir 8vikna æfingar. Óska þjálfarar þeim til hamingju með að hafa náð settu markmiði og eflaust verða margir í hópnum farnir að hlaupa fljótlega 10km.
Svo má ekki gleyma áheitahlaupinu næsta laugardag – safna krónum fyrir gott málefni.
komaso