! HLAUPAHÓPUR FH 4 ÁRA !

! HHFH var stofnaður 19. janúar 2010 og erum við að verða 4ra ára !
Eftir þriðjudagsæfinguna þann 21. jan verður þessu fagnað með glæsilegri afmælistertu að hætti bakarans (Pétri þjálfara)
Við hlaupafélagar skulum fjölmenna á æfingu, taka á því og fagna þessum frábæra félagsskap sem við erum svo stolt af að vera hluti af.

!! HHFH 4 ára !!!! HHFH 4 ára !!

Vonumst eftir að sjá sem flesta á æfingunni.

____________________________________________________________
Minnum svo á:
5 km HLAUPASERÍA ACTAVIS OG FH
Hlaupin eru síðasta fimmtudag hvers mánaðar, næstu 3 mánuði og eru eftirtalda daga:
30. jan
27. feb
27. mars
ATH að hlaupið verður á æfingatíma og því engin afsökun að taka ekki þátt (engin pressa samt)
____________________________________________________________
UPPSKERUHÁTÍÐ verður svo haldin í byrjun apríl en nánari dagsetning mun verða auglýst síðar.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.