Næstkomandi laugardag fer fram annað hlaupið í TRI & ZOOT 5 km hlaupaseríunni. Hlaupið er í Laugardalnum. Nánar um seríuna á heimasíðu TRI og á Hlaup.is.
Fimmtánda desember er hið árlega Kaldárhlaup. Hlaupið er frá Kaldarseli niður í miðbæ Hafnarfjarðar, tæplega 10 kílómetra leið. Verðlaunaafhending fer fram í Jólaþorpinu. Allt um hlaupið hér.
Æfingar eru með hefðbundnu sniði í vikunni.
Hlaupahópurinn leitar enn að áhugasömu fólki til að taka við heimasíðunni. Frekari upplýsingar gefur Finnur Sveinsson, fisv(a)simnet.is eða Heiðar Birnir, hbirnir(a)gmail.com.
Munum eftir endurskinsmerkjum þau bjarga.