VIKA 46

Á uppskeruárshátíðinni okkar sem fram fór á föstudagskvöldið voru veitt verðlaun fyrir mestu framfarir í kvenna og karlaflokki og einnig voru útnefnd hlauparar ársins í kvenna og karlaflokki.

Í ár hlutu þau Elfa Ásdís Ólafsdóttir og Hafsteinn Viktorsson framfaraverðlaunin.

Hafsteinn var ekki með okkur þetta kvöld, en honum verður afhent verðlaunin við fyrsta tækifæri.

Hlauparar ársins voru þau Erla Eyjólfsdóttir og Friðleifur Friðleifsson.

Óskum við þeim öllum hjartanlega til hamingju með frábæran árangur.

Það er mál manna að þessi árshátið hafi verið með eindæmum góð.  Stuðið og stemning.

Er skemmtinefndinni færð alveg spes knús og eru félagar hvattir til að faðma þau vel á næstu æfingu.

Á fésbókina okkar hafa verið póstaðar myndir úr fagnaðnum.  Þær segja meira en 1000 orð.

Þetta var ómælt gaman.

Næstkomandi fimmtudagskvöld fer fram annað Powerade hlaup vetrarins.  Annars eru æfingar samkvæmt óskrifuðu plani.

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.