Jæja gott fólk, þá er komið að því! Eins og flestum ætti að vera ljóst þá er uppskeruárshátíðarstuðkvöld hjá einum frábærasta hlaupahópi norðan Suðurpóls í kvöld.
Skemmtinefndin lofar góðri skemmtun og þrusu stuði og maturinn verður ekki af verri endanum eins og sjá má 🙂
Það er líklegt að stuðið standi vel frameftir og því var ákveðið að færa laugardagsæfinguna. Hlaupið verður frá Suðurbæjarlaug klukkan 10. á sunnudag.