Góður gangur í æfingum

Fín mæting hefur verið á æfingar undanfarið og er greinilegt að hraðaæfingar á brautinni eru efst á vinsældalistanum (fara fram á þriðjudögum). Smá saman mun æfingamagnið aukast hjá þeim sem stefna á löngu vegalengdirnar þegar líður á sumarið og er mikilvægt að bæta við aukaæfingum, t.d. hlaupa rólegt á miðvikudögum og mánudögum.

Framundan eru fjölmörg keppnishlaup (sjá hlaupadagskrá inn á www.hlaup.is) og eru félagar hvattir til að keppa til að fá hugmynd um hlaupagetuna. Útfrá þeim tímum sem nást í keppnum er hægt að setja upp hraðann sem á að hlaupa á á æfingum.

Þeir sem stefna á keppni í Köln eru hvattir til að skrá sig sem fyrst og ganga frá hótelinu. Mikill hugur er í hópnum sem stefnir á keppni í hálfu eða heilu maraþoni. Svo má ekki gleyma því að nokkir munu taka þátt í Berlínarmaraþoninu sem er helgina á undan.

Sjáumst á næstu æfingu

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.