Vel heppnað áheitahlaup

Áheitahlaupið heppnaðist mjög vel síðastliðinn laugardag. Mætingin var með eindæmum góð og mikill hugur í félögum hópsins að styrkja gott málefni. Þegar félagar hafa safnað áheitum saman er hægt að leggja inn á   reikning 0327-26-9036, kt. 681189-1229 og senda afrit millifærslu á hronnb@setbergsskoli.is
Stefnt er að því að afhenda afraksturinn þriðjudaginn (30. nóv) eftir viku. Eru allir hvattir til að mæta í FH-jökkunum þá þannig að hægt sé að mynda allan hópinn saman.

Ný æfingaáætlun er kominn á vefinn og stefnum við á að fara á Víðistaðatún á morgun og hlaupa létta spretti.

sjáumst á æfingu
komaso

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.