Félagar í hlaupahópnum gera það gott í Hérahlaupi Breiðabliks

Á sunnudag fór fram Hérahlaup Breiðabliks og tóku nokkrir úr hlaupahópnum þátt. Í 10km kvenna sigraði María Kristín og í karlaflokki varð Björn Traustason í öðru sæti. Í flokki 16 ára og yngri – konur sigraði svo Silja Rós Pétursdóttir (dóttir Péturs þjálfara). Í 5km varð Birna Björsdóttir í öðru sæti og í karlaflokki varð Hinrik Jón Stefánsson í þriðja sæti.

Öll úrslit og myndir frá hlaupinu má sjá inn á www.hlaup.is en nokkrir til viðbótar við ofangreinda hlaupara tóku þátt og stóðu sig vel.
Er þessi árangur glæsilegur og enn og aftur eru félagar að bæta sig vel þrátt fyrir erfitt færi þennan dag.

Í dag 3. maí förum við á brautina og tökum góða tempóæfingu. Sjá undir æfingaáætlanir. Vilja þjálfarar enn og aftur ítreka mikilvægi þess að hlaupa ekki of hratt í upphitun. Upphitun á að vera róleg áður en tempó/sprettir hefjast.

Þar sem góða veðrið hefur loksins gert vart við sig stefnum við á að hittast upp á braut framvegis en ekki inni í Kaplakrika.
Sjáumst hress í góða veðrinu í dag.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.