Við minnum á Flensborgarhlaupið sem fer fram 8. október næstkomandi.
Þrjár vegalengdir eru í boðið, 5 og 10 km. með tímatöku og 3 km. skemmtiskokk. Forskráning er á hlaup.is til klukkan 12 á hádegi hlaupadags. Þátttökugjald er 1.000 kr. og 500 kr. í skemmtiskokkið. Athugið að ekki er hægt að skrá sig á staðnum. Ræst er klukkan 17:30 frá Flensborg.
Flott útdráttarverðlaun og frítt í sund eftir hlaup!
Við hvetjum hlaupara til að skrá sig tímanlega. Allur ágóði af hlaupinu rennur til góðs málefnis sem snertir ungt fólk í Hafnarfirði.
Það verður ekki brautaræfing þennan dag eins og gert er ráð fyrir á æfingaplaninu.
Þau sem ekki ætla keppa en vilja starfa við hlaupið láta Þorbjörgu Ósk vita (tobbape@gmail.com) en mæting fyrir starfsmenn er kl. 16:45 við andyri Flensborgarskóla. Þurfum 6-8 starfsmenn.
Frekari upplýsingar er að finna á hlaup.is
Komaso!