Nokkrir félagar okkar tóku þátt í Berlínarmaraþoninu sem fram fór fyrr í dag. Árangur þeirra var í einu orði sagt frábær.
- 3:13:15 María Kristín
- 3:13:43 Ebba Særún
- 3:16:41 Jón Ómar
- 3:18:16 Einar Rafn
Það fór fram bein útsending á fésbókarveggnum okkar og var stórskemmtilegt að fylgjast með sem þar fór fram.
Við óskum okkar fólki innilega til hamingju með glæsilegan árangur!
Það er ekki úr vegi að minna félaga á að nota bílastæðin við Leikskólann Brekkuhvammi v. Smárabarð þegar laugardagsæfingarnar standa yfir. Það er stutt rölt þaðan og yfir í Suðurbæjarlaug.
Það er óþarfi að við séum að blokkera bílastæðin í lengri tíma þegar við erum að hlaupa.
Vika 40 er framundan. Enn og aftur eru félagar hvattir til að fara varlega og passa sig vel síðustu vikur fyrir Amsterdam ekki vera með neina tilraunastarfsemi eða glennugang. Matarræðið er að öllum líkindum undir kontról og allir með hugann við stóra og skemmtilega markmiðið – Það er stutt í 20. október 🙂