Laugardaginn kemur er ætlunin að heimsækja ÍR skokk og hlaupa með þeim laugardagsæfinguna.
Mæting kl. 9 í Breiðholtslaug við Austurberg, það verður hlaupið þaðan. Sundlaugin opnar klukkan 9 og getur fólk geymt dótið sitt þar. Það er stefnt að því að leggja af stað 5-10 mínútur yfir níu.
Hægt er að velja milli þriggja mismunandi leiða sem búið er að stika út í Heiðmörk og nágrenni 12, 22 og 32 km.
Að loknu hlaupi er boðið upp á léttar veitingar.