Árshátíð og samskokk

Föstudaginn 8. nóvember næstkomandi verður árshátíð hlaupahóps FH haldin.  Þá verða Amsterdamfarar búnir að jafna sig eftir skemmtilegt hlaup og allur hópurinn því meira en lítið til í dans og tjútt.

Af fenginni reynslu má búast við magnaðri og meiriháttar  skemmtun. Munið því að taka kvöldið frá!

Næstkomandi laugardag verður samskokk með ÍRingum.  Þau heimsóttu okkur í vor og nú ætlum við að kíkja til þeirra. Nánari upplýsingar um fyrirkomulagið á fimmtudagsæfingunni og hér á síðunni.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.