VIKA 34

Það styttist óðfluga Reykjavíkurmaraþonið.  Þetta er stærsti hlaupadagur ársins hér á landi og mikil tilhlökkun.  Þessa síðustu daga fyrir hlaup verða ekkert sérstakelga rólegir hjá stórum hluta félagsmanna því nú er miður undirbúnigur fyrir Amsterdam sem fram fer í október.  Því er æfingaáætlunin með nokkuð hefðbundnu sniði fyrir hópa 1 og 2 en æfingar fyrir hóp þrjú miðast við taka því heldur rólega fyrir laugardaginn.

Matarræði á keppnisdag er oft hausverkur.  En besta ráðið er að breyta ekki út af vananum og vera ekki með neina tilraunamennsku að morgni þess dags og heldur ekki dagana fyrir.

Steinar B. Aðalbjörnsson, næringafræðingur hefur heimsótt okkur og lesið okkur pistilinn.  Hann skrifaði þetta fyrir nokkru síðan.

Eins er gott að fara yfir reglur hlaupsins.

Eftir hlaupið ætlum við að hittast á kaffihúsinu GÆS og gæða okkur á súpu og brauð. Munið eftir þúsundkallinum og að skrá ykkur á veggnum okkar á Facebook.

Við ætlum að helga okkur reit við MR – þar verðum við með flöggin okkar og tjald. svo er um að gera að mæta í gulu jökkunum og bolunum.  Gott er að mæta tímanlega og hafa tímann fyrir sér til að losna við stress.

Vert er að minna á skráningahátíðina þann 23. ágúst.  Þann dag fá þátttakendur afhent keppnisgögn. Meðal annars þátttökunúmer, tímatökuflögu í skóinn og bol. Einnig verður hægt að skrá sig á skráningarhátíðinni, ef svo ólíklega vill til að einhver eigi það eftir.  Eins eru áhugaverðir fyrirlestrar í boði.

Annars lítur áætlunin svona út – þetta verður súperflott vika.

Komaso!

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.