Æfingar hafa gengið vel undanfarið og er ótrúlegt að sjá framfarirnar sem hópurinn hefur sýnt í haust. Stöðugt fjölgar í hópnum og eru nýir félagar að bætast við vikulega. Í dag telur hópurinn rúmlega 110 virka félaga og er hópurinn án efa einn af þeim stærstu hér á landi. Hvetja þjálfarar sem flesta til að skrá sig inn á www.hlaup.com til að halda utan um æfingar. Annan fimmtudag fer fram Poweradehlaup nr. 3 og í síðasta hlaupi kepptu 16 félagar úr hópnum og vonandi verða þeir fleiri í næsta hlaupi.
Áheitahlaupið heppnaðist vel og er stefnt að því að afhenda afraksturinn næstkomandi fimmtudag. Munum við hlaupa saman til Mæðrastyrksnefndar í Hafnarfirði og afhenda afraksturinn. Eru félagar hvattir til að vera í FH-jökkunum. Stefnum við að því að taka mynd af okkar glæsilega hópi. Áheit á að leggja inn á reikning 0327-26-9036, kt. 681189-1229 og senda afrit millifærslu á hronnb@setbergsskoli.is
Í janúar mun hefjast hlaupasería FH og Atlantsolíu og verður boðið upp á 5km hlaup síðasta fimmtudag í hverjum mánuði en hlaupin verða þrjú. Hlaupin hefjast fyrir utan höfðuðstöðvar Atlantsolíu í Hafnarfirði kl. 19:00. Vona þjálfarar að félagar í hlaupahópnum fjölmenni og taki þátt. Nánari upplýsingar um hlaupin verða komin inn á hlaup.is í desember. Þátttökugjaldi verður stillt í hóf en glæsileg verðlaun veitt fyrir samanlagðan árangur í hlaupaseríunni.
Sjáumst á þriðjudag á æfingu en þá eru m.a. brekkusprettir í Setbergi á dagskrá.
komaso
Þjálfarar