Á morgun er æfing samkvæmt áætlun. Við vonum að sem flestir sem tóku þátt í Laugaveginum (bæði keppninni og ekki síður þau sem fóru leiðina á tveim dögum) komi og skokki eitthvað smá með okkur og segi okkur frá öllum ævintýrunum helgarinnar.
Annars eru það Yasso æfingar fyrir hópa 1 og 2 og 6-8 x 400 metrar fyrir hóp 3.
Það má víst alveg gera ráð fyrir rigningu …