VIKA 29

Nýliðin vika var nokkuð viðburðarik.  Ármannshlaupið fór fram á miðvikudaginn og gerðu félagar okkar ágætis mót, bætingar hjá mörgum.  Aðstæður voru allar hinar bestu, l0gn og rigning.  Úrslitin má sjá hér.

Aðstæður voru ekki eins góðar nú um helgina þegar Laugavegshlaupið fór fram.  Nokkrir félagar okkar tóku þátt og komu í mark á flottum tímum:

6:19:16 Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
6:33:44 Guðni Gíslason
6:35:29 Sigurður Guðni Ísólfsson
6:45:51 Sveinbjörn Sigurðsson
7:03:45 Kristján Ólafur Guðnason
7:09:08 Ósk Gunnarsdóttir

Við óskum þeim til hamingju með hlaupið.

Erna, Guðrún og Steinunn

Erna, Guðrún og Steinunn í Hrafntinnuskeri 12. júlí 2012

Á föstudag lagði hópur félaga okkar af stað frá Landmannalaugum í átt að Þórsmörk. Markmiðið var að fara þessa leið á tveim dögum og taka á móti hlaupurum í Mörkinni.  Það er skemmst frá því að segja að þau hrepptu leiðindaveður, slyddu, rigningu og rok.

Þau þurftu svo sannarlega að hafa fyrir þessu og það er bara vonandi að þau hafi ekki tapað gleðinni fyrir fullt og allt á þessari leið.

Það styttist í Reykjvíkurmaraþonið, rétt tæpar sex vikur í það. Æfingaplan vikunnar er hér fyrir neðan, það má alveg búast við smá rigningu annað slagið.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.