VIKA 28

Um næstu helgi fer fram Laugavegshlaupið.  Þar munu nokkrir félagar okkar hlaupa þessa 55 kílómetra leið frá Landmannalaugum til Þórsmerkur.  Ætli helsta áhyggjuefni þeirra sé veðrið, við vonum að það verði sem best og óskum þeim góðs gengis!

Ármannshlaupið er 10 km götuhlaup og fer það fram næstkomandi miðvikudag. Hlaupið hefur í gegnum árin verið þekkt fyrir flata braut þar sem margir hafa náð sínum besta tíma.   Ármannshlaupið er í ár Íslandsmeistaramót í 10 km hlaupi.

Nú þegar hafa nokkrir félagar okkar skráð sig í hlaupið og má alveg mæla með því.  Nánar um hlaupið hér.

Á sunnudag fer fram stærsta þríþrautakeppni landsins þegar keppt verður í HERBALIFE hálfum járnmanni. Keppnin er Íslandsmeistaramót í þríþraut og fer fram frá Ásvallalaug hér í Hafnarfirði.  Það eru félagar okkar í 3SH sem standa fyrir þessari keppni.  Endilega mætið og hvetjið.

Æfingaáætlun vikunnar er hér fyrir neðan – hörku stuð og komaso!

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.