Á fimmtudaginn var lokaslútt hjá nýliðunum okkar. Þá kláruðu þau æfingaprógrammið með flottu 5 kílómetra hlaupi. Sumarið kom og þetta var ljómandi góður dagur. Hægt er að skoða myndir á Fésbókarsíðu hlaupahópsins.
Félagi okkar, Friðleifur Friðleifsson sigraði Mt. Esja Ultra sem fram fór í gær. Hann hljóp 10 hringi á tímanum 9:43:12 og bætti þar með tímann frá því í fyrra um rúma eina klukkustund og 43 mínútur! Við óskum honum innilega til hamingju með frábært hlaup.
Eins tóku þær Ragnheiður Hulda Ólafsdóttir og Elín Lovísa Elíasdóttir þátt. Þær fóru tvær ferðir og kláruðu á flottum tíma. Öll úrslit má nálgast á hlaup.is.
Búið er að setja inn æfingaáætlun fyrir Amsterdamfara. Hægt er að nálgst hana hér. Nú í sumar og fram á haust verður hlaupið eftir þessum æfingaáætlunum. Fljótlega mun æfingaáætlun fyrir styttri vegalengdir verða sett inn á sama hátt.
Á morgun fer fram Miðnæturhlaup Suzuki. Það er stórskemmtilegt hlaup og um að gera að taka þátt. Gott er að hafa tvö atriði á hreinu:
- Hafa gaman af hlaupinu
- Koma brosandi í mark
Þessi tvö atriði skipta helstu máli. Svo er um að gera að leggja sig dálítið fram.
Næstkomandi laugardag er svo Snæfellsjökulshlaupið! – Þetta verður úrvalsgóð hlaupavika.
Nokkrir bolir eru enn ósóttir. Hægt verður að nálgast þá fyrir æfingu á þriðjudag.
Komaso!