VIKA 25

Þá er komið að því.  Nýliðanámskeiðinu  okkar lýkur mæstkomandi fimmtudag og þá ætlum við öll að hlaupa saman fimm kílómetra hring.

Þau sem eru að undirbúa sig fyrir lengri hlaup, notfæra sér þennan hring sem upphafið og halda svo áfram með sína æfingu.  Við stefnum á að fjölmenna og hafa það gaman saman.

Á miðvikudag ætla Laugavegsfarar og aðrir að sem áhuga hafa að hittast við rætur Esju klukkan 18:30.  Þar verður hlaupið og gengið rösklega um hlíðarnar og upp að Steini.

Sem fyrr eru fjölmörg hlaup í boði.  Um næstu helgi fer fram Ultramaraþon í Esjunni.  Þar er hægt taka þátt og hlaupa frá einni ferð og upp í 10 ferðir.  Nánar um hlaupið hér.

Mánudaginn 24. júní næstkomandi, fer fram Miðnæturhlaup Suzuki.  Þar er í boði 5, 10 og hálft maraþon.  Við höfum fjölmennt í þetta hlaup og eru nýliðar hvattir til að taka þátt.

Komaso

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.