Vilborg pólfari í Kaplakrika

Í kvöld, miðvikudaginn 12. júní, kl. 20, mun Vilborg Arna pólfari halda fyrirlestur í Kaplakrika um markmiðasetningu. Um er að ræða samstarfsverkefni Íslandsbanka og FH. Vilborg fjallar á skemmtilegan hátt um hvernig hægt er að setja sér markmið auk þess sem hún segir frá sögu sinni á einstaklega hrífandi og skemmtilegan hátt.

Um 10 ár liðu frá því að Vilborg Arna setti sér þetta markmið þar til það varð að veruleika. Á þeim tíma vann hún meðvitað og ómeðvitað að undirbúningi leiðangursins.

Fundurinn í Kaplakrika er öllum opinn.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.