VIKA 24

Hlaupafélagar tóku vel við sér í vikunni þegar opnað var fyrir skráningu í Snæfellsjökulshlaupið.  Núna, 9. júní klukkan 15:30, voru 25. manns búnir að skrá sig í hlaupið – þar af voru hlaupahópsfélagar 21.  Eftir hlaupið í fyrra lofaði Sveinbjörn hlaupahöldurum að hann myndi mæta með fjölmennt lið að ári.  Það er nokkuð ljóst að hann stendur við það 🙂

Það eru einhver sæti eftir laus í langferðabílnum, því er um að gera að festa sér sæti með því að senda póst á sveinbjorn@sjukrathjalfarinn.is, og einnig að skrá sig í hlaupið á hlaup.is – bara að muna að velja ekki rútuferðina þar, ef þið ætlið með hópnum í langferðabílnum vestur.

Í vikunni og um næstu helgi, sem er í lengra lagi, er nóg um að vera:

Æfingar eru á sínum stað og auk þeirra ætla Laugavegsfarar að hittast klukkan 18. á miðvikudag við Kaldársel og leggja Helgafell undir fót.  Sem fyrr er öllum frjálst að slást í hópinn.

Tobba verður með hlaupabolina fyrir æfingu á þriðjudag, fyrir þau ykkar sem eigið eftir að nálgast þá. Eftir það mun Heiðar vera með þá og getið þið nálgast þá hjá honum.

Minnum á Fésbókarsíðu hlaupahópsins, og endilega takð þátt í umræðunni sem þar fer fram.

Þetta verður ljómandi hlaupavika – komaso!

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.