Nægar keppnir framundan

Í næstu viku höldum við okkar striki í æfingum en þar sem Skírdag/Sumardaginn fyrsta ber upp á æfingadegi þá er tilvalið að skella sér í Víðavangshlaup Hafnarfjarðar sem er 2km að lengd. Það væri gaman að sjá sem flesta fjölmenna á Víðistaðatún og taka þátt en hlaupið hefst kl. 11:00. Einnig verður Víðavangshlaup ÍR á sínum stað en þar eru hlaupnir 5km frá Ráðhúsi Reykjavíkur. Bæði hlaupin henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Í lok apríl fer fram vorþon (hálft og heilt maraþon) félags maraþonhlaupara og nokkrir í hópnum sem ætla að taka þátt. Allar upplýsingar er hægt að nálgast inn á www.hlaup.com

Í dag (sunnudaginn 17. apríl) fór fram Tvíþraut í Heiðmörk og tóku nokkrir félagar í hópnum þátt og stóðu sem með eindæmum vel að venju. Úrslitin úr tvíþrautinni má sjá inn á www.triathlon.is

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.