Eins og fram kom á félagsfundi í vetur stefnum við á að fjölmenna vestur á Snæfellsnes í lok júní. Þá fer fram stórskemmtilegt hlaup yfir jökulhálsinn frá Arnarstapa yfir til Ólafsvíkur. Vegalengdin er um 22 kílómetrar.
Búið er að panta rútu og í næstu viku verður byrjað að taka á móti skráningum í ferðina – en hlauparar skulu sjálfir sjá um að skrá sig í sjálft hlaupið þegar búið verður að opna fyrir skráninguna. Allar upplýsingar um hlaupið eru væntanlegar á hlaup.is innan skamms.
Nokkrir félagar okkar tóku þátt í fyrra og létu mjög vel af, svo vel að ákveðið var að fjölmenna í þetta skiptið.
Efri myndin er af Fésbókarvegg hlaupsins á henni má sjá þátttakendur áður en hlaupið var ræst en á þeirri neðri (sem tekin var ófrjálsri hendi af fésbók Gísla) má sjá þau Guðna, Sveinbjörn, Carolu, Pétur og Gísla – eftir skemmtilegt hlaup.