Það hefur verið flottur gangur og árangur hjá nýliðunum okkar. Þeim fer stöðugt fram og eru að byrja sína fimmtu viku. Æfingaáætlun þeirra er hægt að nálgast á dagatalinu.
Æfingar verða með hefðbundnu sniði og verður æfingaáætlun hópa 1 og 2 sett inn fljótlega. En sem fyrr hittumst við í Kapla og hlaupum þaðan.
Laugavegsfarar eru farnir að bæta við æfingum og síðustu miðvikudaga hafa þau skondrast um Heiðmörkina, Esju og Helgafell. Á miðvikudaginn ætla þau í tröppurnar í Kópavoginum. Það ert stefnt að því að hittast á bílastæðinu við Digraneskirkju klukkan 18:00. Öllum félögum er frjálst að mæta og taka þátt. Þetta er bara gaman.
Á fimmtudag heldur Óskar Jakobsson af stað heim til Ísafjarðar. Hann leggur formlega af stað frá N1 Ártúnshöfða kl 17:30 og hvetur hlaupara til að hlaupa með sér fyrstu kílómetrana. Svo má alveg minna á áheit hlaupsins; banki: 0556 HB:26 RN:330 Kt:121101-3190 Verum með hjartað á réttum stað ♥
Á fimmtudag fer einnig fram Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins. Það er úr mörgu að moða fyrir hlaupara.
Að vanda verður langt hjá flestum á laugardaginn, það má alveg búast við því að farið verði í Uppland Hafnarfjarðar.
Þetta verður ljómandi góð hlaupavika – KOMASO.