Frábær mæting undanfarið

Það er óhætt að fullyrða að veðrið í liðinni viku var ákaflega hliðhollt HHFH. Mjög góð mæting var á allar æfingar en á þriðjudag mættu 64 sem er það besta langan tíma. Það er greinilegt að með hækkandi sól fjölgar stöðugt í hópnum og fjöldi nýliða hefur látið sjá sig undanfarið. Það er mikill hugur í fólki fyrir sumarið og stefna margir í hópnum á hálft maraþon, maraþon og jafnvel Laugaveginn. Nú líður að Kölnarfundi og munum við reyna að negla niður hótel á þeim fundi. Gott er að þeir sem ætla að fara til Kölnar komi með hugmyndir að hótelum sem henta vel til að vera á. Allar hugmyndir eru vel þegnar.

Næstkomandi laugardag fagna Haukar 80 ára afmæli sínu og í tilefni dagsins efna þeir til 3km og 8km afmælishlaups en hlaupið er kl. 11:00. Eru félagar hvattir til að mæta og heiðra Haukana á afmælisdaginn þeirra. Einnig má minnast á Flóahlaupið sem fer fram en það hefur verið árviss atburður í nokkra áratugi og eru þar í boði þrjár vegalengdir. Allar nánari upplýsingar má finna inn á www.hlaup.is

Í apríl sendum við út greiðsluseðla fyrir næstu sex mánuði og ef einhverjir fá ekki greiðsluseðla eru þeir vinsamlega beðnir um að senda póst á þjálfara og láta vita. Gjaldið sem er greitt á 6 mánaðar fresti er kr. 6000-.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.