VIKA 14

Þá er aprílmánuður mættur í öllu sínu veldi og að öllum líkindum gengur sumarið í garð innan skamms.

Það verður mikið um að vera á næstu dögum og vikum, meðal annars þetta:

11. apríl er lokahlaupið í hlauparöð Actavis og FH.
23. apríl
fer fram lokahóf hlauparaðarinnar.
24. apríl
er fyrirlestur á vegum Framfara um einkenni góðs afreksmanns.
25. apríl fer fram Víðavangshlaup ÍR sem er hluti af Powerade sumarhlaupunum.
25. apríl fer fram hið árlega Viðavangshlaup Hafnarfjarðar.
27. apríl er vorþon Félags maraþonhlaupara.

Hér er ekki allt upp talið – það er af nægu að taka

Eftir át síðustu daga erum við full af orku til að takast á við æfingar vikunnar.  Að öllum líkindum verður tempóhlaup hjá hópi 1 á morgun, þriðjudag, á meðan hópur 2 fer spretti/brekkur eða tröppur.  Svo verður víxlað á fimmtudaginn.  Laugardagurinn verður rólegur, langur og ljúfur.

Við hvetjum þá félaga sem hafa tekið sér smá pásu í vetur að dusta rykið af hlaupaskónum (ef þeir hafa rykfallið eitthvað) og mæta á æfingar.  Það er nefnilega þannig að manni gengur mun betur að æfa þegar maður er í hópi og okkar ágæti hlaupahópur er fullur af frábæru fólki.

Veðurspáin er fín fyrir vikuna (nema hvað!).

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.