Í haust sem leið fór hlaupafélagi okkar Eric í heimsókn til Barcelóna, þar sem hann ólst upp og menntaðist, þar á hann fjölskyldu og vini. Hann fór meðal annars á fagnað með fyrrum skólafélögum og sat til borðs með gömlum vinum, þ.á. m. var Jordi nokkur Roura. Sá var í gær ráðinn þjálfari aðalliðs FC Barcelona, einu þekktasta knattspyrnuliði heims og þess besta um þessar mundir. Roura leysir af Tito Vilanova sem dregur sig í hlé vegna baráttu við krabbamein. Eric sendi félaga sínum hamingjuóskir og og fékk um hæl þakkarskeyti þar sem Roura segir að hans von sé að Vilanova nái heilsu sem fyrst og geti þá aftur tekið við starfi sínu.
Eric er nú ekkert að básúna út í loftið á æfingum en á æfingu í gærvar spjallað um margt, meðal annars um skíði og fótbolta þá rann þetta upp úr Katalónanum fótfráa . Hann vonandi fyrirgefur okkur að bera þetta á torg. Þetta er bara svo góð tenging tveggja stórliða þ.e. FC Barcelona og Hlaupahóps FH – hvort á sínu sviði 🙂