Nú, þegar rétt fjórir dagar eru til jóla og jólaundirbúningurinn er í algleymi, mættu rúmlega 30. manns á hörku æfingu. Veðrið spillti líka ekki fyrir, hiti og flottar aðstæður til hlaupa. Hrönn þjálfari fór með hóp 2. í Setbergshring. Þar var hlaupinn tempókafli og tekið vel á því. Pétur og Ingólfur fóru með hóp 1. í löngu Setbergsbrekkuna. Þar voru hlaupninr brekkusprettir með framstigs, hnébeygju, froskahoppsæfingum á milli. Eftir niðurskokk voru svo frekari styrktaræfingar í Kapla.
Jóladag ber upp á þriðjudag, æfingadag að þessu sinni. Það verður ekki skipulögð æfing þann dag en þess í stað er tilvalið að hittast uppí í Kapla klukkan 10 og taka léttan hring. Þau mæta sem áhuga hafa.
Eins og fyrr segir var hörku æfing í dag. Jón Ómar Erlingsson, Jónsi, var spurður eftir æfinguna hvernig honum hafi þótt hún:
Hrikalega góð æfing og hrikalega erfið. Ég hlakka til að fá aðstoð við að klæða mig í sokkana á morgun, með hjáp Péturs. Hringi í hann til að fá hjálp.