VIKA 51

Í dag fór fram Kaldárhlaupið.  Aðstæður voru eins og best verður á kosið.  Félagar gerður góða hluti og hlupu á flottum tímum.  Úrslitin má nálgast hér.

Félagi Guðni ser búinn að setja myndir inn á fésbókarvegg okkar.

Enn er allt marautt og engin ofankoma í kortunum.

Næstkomandi þriðjudag, 18. desember,  ætlum við að breyta aðeins til og hlaupa hið árlega og margrómaða jólaljósahlaup Hlaupahóps FH.

Við ætlum að hittast að venju í Kapla  og hlaupa þaðan á hefðbundunum tíma kl. 17:30.

Þemað verður rautt, því allar líkur benda á að jólin verði rauð hjá okkur á Stór-Hanfarfjarðarsvæðinu þetta árið.  Því er um að gera að mæta í einhverju rauðu til dæmis með jólasveinahúfu, rauða vettlinga, rauð (eða marglit) blikkandi jólaljós.  Nú eða bara eitthvað allt annað, en samt jóla.

Báðir hlópar hlaupa saman – þetta verður bara æðislega gaman.

Eftir hlaupið ætlum við að gæða okkur á heitu jólasúkkulaði og jólabakkelsi.

Þetta verður jólagaman.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.