Atlantsolíuhlaup nr 2 framundan

Næstkomandi fimmtudag, 24. feb., fer fram hlaup nr. 2 í hlauparöð Atlantsolíu og hlaupahóps FH. Þátttakan var vonum framar í fyrsta hlaupinu en þá mættu 245 manns. Þjálfarar hvetja alla í hópnum til að mæta og taka þátt. Aðstoð frá þeim sem keppa ekki er vel þegin og eru þeir vinsamlega beðnir um að láta Stein eða Pétur vita ef þeir geta aðstoðað.

Í síðustu viku funduðum við um væntnalega Kölnarferð í haust og í vikunni verður send út könnun á félagsmenn vegna ferðarinnar. Stefnt er á að fljúgja til Frankfurtar á föstudegi og heim á þriðjudegi. Rúta yrði leigð undir hópinn til að koma honum á milli Kölnar og Frankfurt en það má áætla að sú ferð taki um 1,15 klst. Við erum að skoða hótel en varðandi flugið þá er ódýrast ef hver og einn bókar sína ferð sjálfur. Nánari upplýsingar síðar.

Sjáumst á næstu æfingu
komaso

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.