Frábær árangur undanfarið og fundur um Kölnarferð

Undanfarið hafa félagar hópsins haft nóg fyrir stafni. Nokkrir félagar hlupu Powerade í brjáluðu veðri síðastliðinn fimmtudag og stóðu sig með eindæmum vel. Um helgina fór einnig fram Meistaramót öldunga í frjálsum íþróttum og kepptu 14 félagar úr hlaupahópnum þar. Var keppt í hinum ýmsu greinum og unnust margir Íslandsmeistaratitlar og voru allir sammála um að þetta hefði verið hin mesta skemmtun. Var það góð tilbreyting að keppa inni í frábærum aðstæðum en veðrið var svo sannarlega að stríða okkar í liðinni viku og bitnaði það á mætingu : (

Á laugardag mættu 19 manns úr hlaupahópnum á þorrablót frjálsíþróttadeildarinnar og var glatt á hjalla og allir sammála um að á næsta ári verði skyldumæting.

Næstkomandi fimmtudag ætlum við að funda í Kaplakrika kl. 18:30 um væntanlega Kölnarferð. Eru áhugasamir hvattir til að skoða heimasíðu maraþonsins sem er www.koeln-marathon.de/en
Munum við fara yfir mögulega ferðatilhögun og möguleg hótel sem eru í boði.

Sjáumst á næstu æfingu

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.